Ristilkrabbamein

 

Krabbamein í ristli er þriðja algengasta tegund krabbameins í bæði konum og körlum, (algengust eru brjósta og blöðruhálskirtilskrabbamein í hvoru kyni fyrir sig og lungnakrabbamein er næst-algengast í báðum kynjum).

 

Faraldsfræði:

 

Kynjahlutfallið er nokkurn veginn jafnt.  Tíðni eykst með aldri.

 

Áhættuþættir:

 

Krabbamein í ristli er tengt ýmsum umhverfis-, næringar- og erfðaþáttum.  Fituríkt fæði er talið auka hættu á sjúkdómnum.  Langvarandi bólgusjúkdómar í ristli (ulcerative colitis, Crohn´s disease) og ættarsaga koma einnig við sögu.

 

Nýlegar rannsóknir sýna að ýmis bólgueyðandi lyf, þ.á.m. asperín dragi úr líkum á myndun ristilkrabbameins.

 

Einkenni:

 

Einkenni eru oft lítil í upphafi.  Blóðleysi er oftar en ekki fyrsta einkenni vegna blóðtaps frá meltingarvegi.  Blóð í hægðum skyldi alltaf vekja grun um krabbamein í meltingarvegi.

 

Skimun:

 

Nú er mælt með fullri ristilspeglun á 5 ára fresti frá fimmtugsaldri.  Séu aðrir áhættuþættir til staðar s.s. sterk fjölskyldusaga til staðar er skimun stundum hafin fyrr.

 

Stigun:

 

Ristilkrabbamein er flokkað í 4 stig eftir útbreiðslu sjúkdómsins.

 

Meðferð:

 

Meðferð byggir á skurð-, geisla- og lyfjameðferð allt eftir útbreiðslu sjúkdómsins og ástandi sjúklingsins.