Magakrabbamein

 

Um 22,000 ný tilfelli eru greind í Bandaríkjunum árlega.  Tíðni sjúkdómsins féll mjög frá 1930-1970 en hefur síðan verið stöðug.

 

Faraldsfræði:

 

Sjúkdómurinn er 1,7 sinnum tíðari í körlum en konum.  Tíðni eykst með aldri.  Sjúkdómurinn er 10 sinnum algengari í Japan en Bandaríkjunum.

 

Áhættuþættir:

 

Ljóst er að fæðuefni s.s. salt og nítröt koma við sögu.  Sjúklingar í blóðflokki A eru líklegri til að fá sjúkdóminn.  Sýking með magabólgubakteríunni Helicobacter Pylori eykur líkur á bæði kirtilfrumukrabbameini og eitlakrabbameini í maga.

 

Einkenni:

 

Kviðverkir, ógleði, uppköst, lystarleysi og þyngdartap eru meðal einkenna.

 

Skimun:

 

Skiman er fyrir sjúkdómnum í Japan, enda algengi hans mun hærra þar en á vesturlöndum.

 

Meinafræði:

 

Algengast er kirtilkrabbamein upprunnið frá kirtlum í magaslímhúð. Eitlakrabbamein eru sjaldgæf sem og sarkmein yfirleitt ættuð frá vöðvafrumun í maga.

 

Stigun:

 

Sjúkdómurinn er flokkaður í 4 stig eftir útbreiðslu.

 

Meðferð:

 

Að vanda er beitt skurð-, geisla- og lyfjameðferð allt eftir útbreiðslu sjúkdómsins og ástandi sjúklingsins.